Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 12. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lokahóf hjá ÍBV, Fylki, Fjölni og Magna
Ólafur Ingi var afar mikilvægur í fallbaráttunni.
Ólafur Ingi var afar mikilvægur í fallbaráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Bjarni var bestur og efnilegastur hjá Magna.
Bjarni var bestur og efnilegastur hjá Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þrjú félög sem léku í Pepsi-deild karla í sumar héldu lokahóf á dögunum og verðlaunuðu sína bestu leikmenn.

Almarr Ormarsson var valin besti leikmaður Fjölnis sem féll úr Pepsi-deildinni með 19 stig úr 22 leikjum. Birnir Snær Ingason var markahæstur.

Valgeir Lunddal Friðriksson var valinn efnilegasti maður liðsins en hann varð 17 ára gamall undir lok september. Hann varð einnig bikarmeistari með 2. flokki í sumar.

Valgeir kom við sögu í 12 meistaraflokksleikjum og spilaði sem hægri bakvörður. Valgeir er þegar orðinn 190cm á hæð og á framtíðina fyrir sér.

Fylkir bjargaði sér frá falli og var hinn þaulreyndi Ólafur Ingi Skúlason þar í lykilhlutverki. Hann var valinn bestur og Aron Snær Friðriksson efnilegastur.

Kvennalið Fylkis rúllaði yfir Inkasso-deildina og var Berglind Rós Ágústsdóttir besti leikmaður liðsins. Bryndís Arna Níelsdóttir var kjörin efnilegust.

Hjá ÍBV, sem endaði um miðja deild, var David Atkinson bestur og Sigurður Arnar Magnússon efnilegastur. Halldór Páll Geirsson var kjörinn mikilvægastur og var Gunnar Heiðar Þorvaldsson markahæstur.

Þjálfarar bæði karla- og kvennaliðs ÍBV yfirgáfu félagið í sumar. Kristján Guðmundsson og Jón Ólafur Daníelsson hættu með karlaliðið og Ian Jeffs með kvennaliðið.

Cloe Lacasse var markahæst og best í kvennaliðinu, sem endaði um miðja deild. Clara Sigurðardóttir var efnilegust og Adrienne Jordan mikilvægust.

Magni, sem bjargaði sér frá falli úr Inkasso-deildinni á ævintýralegan hátt, kaus Bjarna Aðalsteinsson sem besta og efnilegasta leikmann liðsins. Hann lék alla 22 leikina og var liðinu afar mikilvægur.

Gunnar Örvar Stefánsson var markahæstur og var Reimar Helgason valinn Magnamaður ársins, en hann hefur nú störf sem framkvæmdastjóri Þórs.


Pepsi-deild karla
Fjölnir:
Bestur: Almarr Ormarsson
Efnilegastur: Valgeir Lunddal Friðriksson

Fylkir:
Bestur: Ólafur Ingi Skúlason
Efnilegastur: Aron Snær Friðriksson

ÍBV:
Bestur: David Atkinson
Efnilegastur: Sigurður Arnar Magnússon


Pepsi-deild kvenna
ÍBV:
Best: Cloe Lacasse
Efnilegust: Clara Sigurðardóttir


Inkasso-deild karla
Magni:
Bestur: Bjarni Aðalsteinsson
Efnilegastur: Bjarni Aðalsteinsson


Inkasso-deild kvenna
Fylkir:
Best: Berglind Rós Ágústsdóttir
Efnilegust: Bryndís Arna Níelsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner