Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe gaf öll HM-launin til góðgerðarmála
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er framan á tímariti Time sem ber heitið „Leiðtogar komandi kynslóðar."

Mbappe var tekinn í skemmtilegt viðtal þar sem hann útskýrir hvers vegna hann ákvað að gefa öll HM-launin sín til góðgerðarmála.

Mbappe var einn af bestu mönnum heimsmeistaramótsins og lék lykilhlutverk er Frakkar hömpuðu titlinum í fyrsta sinn síðan 1998.

„Ég þurfti ekki þessa peninga. Ég var þarna til að halda uppi heiðri Frakklands," sagði Mbappe.

„Ég þéna nægilega mikið fyrir og mér finnst mikilvægt að hjálpa þeim sem eru bágt staddir. Það er ekki mikið mál fyrir knattspyrnumenn eins og mig að hjálpa til fjárhagslega.

„Þetta breytir ekki mínu lífi, en þetta breytir þeirra lífi og það er allt sem skiptir máli. "


Mbappe hefði fengið 380 þúsund pund í laun fyrir sinn þátt í heimsmeistaramótinu.

Hinn 19 ára gamli Mbappe hefur verið í fantaformi á tímabilinu og er búinn að gera 8 mörk í 5 deildarleikjum fyrir PSG.

Þá varð hann fyrsti leikmaður í sögu Frakklands til að skora tíu landsliðsmörk fyrir tvítugt er hann gerði jöfnunarmarkið gegn Íslandi í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner