Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramsey ætlar að fara frítt næsta sumar
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey hefur staðfest að hann ætlar að yfirgefa Arsenal næsta sumar, hann vill ekki vera seldur í janúar.

Samningur miðjumannsins rennur út næsta sumar og hafa félög á borð við Juventus, Liverpool, Manchester United og AC Milan verið orðuð við hann.

Ramsey er 27 ára gamall og hefur verið hjá Arsenal í 10 ár. Hann vill gera góða hluti á sínu síðasta tímabili hjá félaginu.

„Ég er samningsbundinn út tímabilið og ætla ekki að fara fyrr en samningurinn rennur út. Þetta tímabil ætla ég að gera mitt besta til að reyna að áorka einhverju sérstöku með Arsenal," sagði Ramsey.

„Mér líður vel hérna. Ég hélt ég hefði komist að samkomulagi við félagið um framlengingu en svo reyndist ekki vera. Ég ætla að halda áfram að gera mitt besta fyrir Arsenal án þess að spá of mikið í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner