Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. október 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Styrktartónleikar Parkinsonsamtakanna á laugardaginn
Mynd: Parkinsonsamtökin
Lokahóf sigrumparkinson.is, samstarfsverkefnis KSÍ og Parkinsonsamtakanna, fer fram á morgun, laugardaginn 13. október, í Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Efnt hefur verið til tónleikahalds í kirkjunni þar sem þekkt nöfn úr íslensku tónlistarsenunni stíga á svið.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og rennur allur ágóði óskiptur til Parkinsonsamtakanna.

„Með stuðningi KSÍ hafa Parkinsonsamtökin verið í öflugu kynningar- og fjáröflunarátaki fyrir sérstakt Parkinsonsetur sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi," segir í yfirlýsingu frá Parkinsonsamtökunum.

„Markmiðið samtakanna er að auka aðgengi fólks með parkinson að fræðslu, stuðningi, þjálfun og endurhæfingu.

„Lífið með parkinson er snúið en saman erum við sterkari."



Fram koma:

· Valdimar

· Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson

· Bjartmar Guðlaugsson

· Árný Árnadóttir

· Parkrímur

· Svavar Knútur

· Teitur Magnússon

· Tilbury

Athugasemdir
banner
banner