Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. október 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez horfir frekar á golf heldur en El Clasico
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, fyrrverandi leikmaður Man Utd, Man City og Juventus, segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á því að horfa á fótbolta.

Hann hafi alltaf haft gaman af því að spila leikinn, en myndi frekar horfa á golf heldur en El Clasico í sjónvarpinu.

„Ég horfi aldrei á fótbolta, mér finnst það ekki gaman. Ef Barcelona-Real Madrid er í gangi þá skipti ég um stöð og horfi frekar á golf," sagði Tevez í viðtali við Clarín tímaritið.

„Ég var aldrei mikill fótboltaáhugamaður. Mér hefur alltaf fundist skemmtilegra að spila leikinn heldur en að horfa á hann."

Tevez ólst upp í fátæktarhverfi í Buenos Aires og tekur virkan þátt í að hjálpa íbúum hverfisins að komast í gegnum fátæktargildruna.

„Í mínu hverfi þurfti fólk að lifa af dópi, vopnum og ránum. Þetta var erfitt líf en við vorum ánægð.

„Í Argentínu fer of mikill tími í að rífast á meðan börn deyja úr hungri á götunum. Þegar þau þarfnast mín, þá kem ég færandi hendi."


Tevez er 34 ára og spilar fyrir Boca Juniors. Liðið er í sjötta sæti argentínsku deildarinnar og er komið í undanúrslit í Copa Libertadores, sem er einskonar Meistaradeild fyrir lið í Suður-Ameríku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner