Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. október 2018 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Belgía vann toppslaginn gegn Sviss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Belgía er búið að taka yfir toppsæti íslenska riðilsins í Þjóðadeildinni með 2-1 sigri á Svisslendingum.

Leikurinn var jafn og spennandi og kom Romelu Lukaku heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik.

Mario Gavranovic jafnaði eftir aukaspyrnu en Lukaku var aftur á ferðinni skömmu síðar og kom sínum mönnum yfir á nýjan leik.

Belgar sigldu sigrinum í höfn og eru á toppi riðilsins með sex stig eftir tvær umferðir.

Króatía gerði þá markalaust jafntefli við England í bragðdaufum leik sem var leikinn fyrir luktum dyrum.

Harry Kane og Eric Dier skutu báðir í tréverkið og klúðraði Marcus Rashford tveimur góðum færum í leiknum.

Þetta er fyrsta stig beggja liða eftir tapleiki gegn Spánverjum í fyrstu umferð.

Marko Arnautovic var hetja Austurríkis gegn Norður-Írum í B-deildinni, rétt eins og Teemu Pukki hjá Finnlandi og Konstantinos Mitroglou hjá Grikkjum.

A-deild:
Belgía 2 - 1 Sviss
1-0 Romelu Lukaku ('58 )
1-1 Mario Gavranovic ('76 )
2-1 Romelu Lukaku ('84)

Króatía 0 - 0 England


B-deild:
Austurríki 1 - 0 Norður-Írland
1-0 Marko Arnautovic ('71 )


C-deild:
Grikkland 1 - 0 Ungverjaland
1-0 Konstantinos Mitroglou ('65 )

Eistland 0 - 1 Finnland
0-1 Teemu Pukki ('91)


D-deild:
Hvíta-Rússland 1 - 0 Lúxemborg
1-0 Anton Saroka ('40 )

Moldavía 2 - 0 San Marínó
1-0 Radu Ginsari ('31 )
2-0 Radu Ginsari ('67 )
Athugasemdir
banner
banner