Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. október 2018 08:23
Ívan Guðjón Baldursson
Zinchenko náði samkomulagi við Napoli
Mynd: Getty Images
Alan Prudnikov, umboðsmaður Oleksandr Zinchenko, staðfestir að leikmaðurinn hafði komist að samkomulagi við Napoli í sumar, en Manchester City hafi stöðvað félagaskiptin.

Zinchenko er úkraínskur vinstri bakvörður sem hefur ekki fengið mikinn spilatíma með Englandsmeisturunum eftir endurkomu Benjamin Mendy.

„Napoli sýndi mikinn áhuga en náði ekki að komast að samkomulagi við Manchester City um kaupverð," sagði Prudnikov við Radio Marte.

„Ég hitti Cristiano Giuntoli (stjórnarmann Napoli) og við komumst að samkomulagi en það gerðu félögin ekki svo skiptin urðu að engu.

„Við höfum þó ekki lokað á félagaskipti til Napoli. Ítalska deildin heillar okkur og er Carlo Ancelotti í miklu uppáhaldi hjá Zinchenko."

Athugasemdir
banner
banner
banner