Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. október 2021 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Ari Freyr vill fá markið skráð á sig en ekki Andra Lucas
Icelandair
Ari Freyr Skúlason hefur spilað 82 leiki en ekki enn tekist að skora
Ari Freyr Skúlason hefur spilað 82 leiki en ekki enn tekist að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðmaðurinn Ari Freyr Skúlason slær á létta strengi á Twitter í kvöld en hann segist vilja fá markið sem Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í 4-0 sigrinum á Liechtenstein, skráð á sig.

Fjórða mark Íslands var beint úr Guðjohnsen-smiðjunni. Sveinn Aron Guðjohnsen átti skalla fyrir Andra sem kláraði af mikilli yfirvegun framhjá markverði Liechtenstein.

Andri var að spila í treyju númer 23 en Ari Freyr er vanur því að spila því treyjunúmeri.

Ari hefur aldrei skorað fyrir íslenska landsliðið í þeim 82 leikjum sem hann hefur spilað en hann grínaðist með það að hann vildi fá markið skráð á sig þar sem hann lánaði Andra treyjuna fyrir leikinn.

Andri hefur spilað 39 mínútur með Íslandi og skorað tvö mörk.

„Væri fínt að fá þetta mark skráð á mig. Hann fékk númerið mitt lánað af því ég hef spilað nokkur þúsund mínútur og með 0 mörk," sagði Ari léttur á Twitter.

Sjá einnig:
Spilað tæplega 40 mínútur með landsliðinu og skorað tvö mörk


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner