Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri: Höfðum gott af því að tapa fyrir Man Utd
Allegri hefur unnið ítölsku deildina á hverju ári síðan hann tók við Juventus sumarið 2014.
Allegri hefur unnið ítölsku deildina á hverju ári síðan hann tók við Juventus sumarið 2014.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri var ánægður eftir góðan 0-2 sigur sinna manna í Juventus á AC Milan í gærkvöldi.

Þetta var fyrsti leikur Juve eftir óvænt tap gegn Manchester United í Meistaradeildinni í miðri viku. Ítalíumeistararnir verðskulduðu sigurinn og var Allegri stoltur af viðbrögðum sinna manna.

„Við höfðum gott af því að tapa fyrir Manchester United. Ég er stoltur af því hvernig strákarnir svöruðu þessu. Við fórum í smá sjokk eftir tapið á miðvikudaginn en strákarnir voru klárir í slaginn í dag og það er mjög lýsandi fyrir fagmennskuna sem ríkir í hópnum," sagði Allegri.

Gonzalo Higuain var seldur frá Juve til Milan í sumar og var hann í byrjunarliði heimamanna. Sóknarmaðurinn átti afleitan leik þar sem hann klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og lét reka sig af velli í þeim síðari. Allegri kom sínum fyrrverandi lærisveini til varnar líkt og leikmenn Juve gerðu að leikslokum.

„Gonzalo átti góðan leik þar til hann klúðraði vítinu. Þetta er skiljanlegt, tilfinningar geta stundum borið mann ofurliði."

Juve er með sex stiga forystu á Napoli á toppi ítölsku deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner