Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Bryndís, Shameeka og Katie á förum frá ÍBV
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi ÍBV fyrir næsta tímabil en þetta kom fram í viðtali við Jón Óla Daníelsson nýráðinn þjálfara liðsins í dag.

Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sóknarmaðurinn Shameeka Fishley og miðjumaðurinn Katie Kraeutner eru allar á förum líkt og Sóley Guðmundsdóttir.

Bryndís hefur verið einn besti markvörður deildarinnar undanfarin ár en hún lék sjö leiki með ÍBV í sumar eftir að hafa síðastliðinn tekið sér frí frá fótbolta og síðan verið hjá Þór/KA fyrri hluta tímabils.

Þá er óvíst hvort miðjumaðurinn Rut Kristjánsdóttir verði áfram sem og varnarmaðurinn Adrienne Jordan en hún var að semja við ítalskt félag.

„Við stefnum að því að bæta við okkur tveimur leikmönnum til viðbótar. Síðan erum við með mjög ungar og efnilegar stúlkur sem munu fá mörg tækifæri næsta sumar. Það er kostur við ÍBV, við erum óhrædd við að gefa ungum leikmönnum tækifæri," sagði Jón Óli í viðtalinu í dag.
Athugasemdir
banner