mán 12. nóvember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Foyth vildi vera Rio Ferdinand
Foyth skoraði sigurmarkið gegn Crystal Palace.
Foyth skoraði sigurmarkið gegn Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Juan Foyth, varnarmaður Tottenham, segir að Rio Ferdinand hafi verið í uppáhaldi hjá sér á sínum yngri árum.

Hinn tvítugi Foyth skoraði sigurmark Tottenham gegn Crystal Palace um helgina en hann hefur verið að koma inn í liðið hjá Spurs.

„Þegar ég var barn þá var draumur minn að spila í ensku úrvalsdeildinni og ég er að njóta þess. Ég hreifst af Rio Ferdinand þegar ég var yngri. Átrúnaðargoð mitt var Kaka en þegar ég spilaði með vinum mínum var ég alltaf miðvörður og þá sagði ég, 'ég er Rio Ferdinand," sagði Foyth.

„Ég var ungur þegar hann var að spila en ég veit að hann var ótrúlegur miðvörður. Þegar ég spilaði Playstation sagði ég við vini mín að ég væri Rio Ferdinand."

Sjá einnig:
Foyth breyttist úr skúrki í hetju
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner