Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. nóvember 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Gylfi ekki með landsliðinu - Átta meiddir
Gylfi frá eftir tæklingu Jorginho
Icelandair
Gylfi verður ekki með í komandi landsleikjum.
Gylfi verður ekki með í komandi landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton, verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Belgíu á fimmtudag og gegn Katar á mánudag vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Chelsea í gær.

Gylfi meiddist eftir ljóta tæklingu frá Jorginho í fyrri hálfleik. Gylfi hélt áfram leik fram á 76. mínútu en hann sást síðan yfirgefa Stamford Bridge í spelku.

Smelltu hér til að sjá tæklinguna

Jóhann Berg Guðmundsson varð einnig að draga sig úr hópnum um helgina eftir að hafa meiðst í leik Burnley og Leicester á laugardaginn.

Þeir bætast í hóp með sex landsliðsmönnum sem eru einnig á meiðslalistanum en það eru Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Björn Bergmann Sigurðarson, Rúnar Már Sigurjónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Hér að neðan er hópurinn fyrir komandi leiki.

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson (Qarabag)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Kári Árnason (Gençlerbirliği)
Ari Freyr Skúlason (Lokeren)
Sverrir Ingi Ingason (Rostov)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Guðmundur Þórarinsson (Norrköping)

Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Birkir Bjarnason (Aston Villa)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Rúrik Gíslason (Sandhausen)
Guðlaugur Victor Pálsson (Zurich)
Eggert Gunnþór Jónsson (SönderjyskE)
Arnór Sigurðsson (CSKA Moskva)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)

Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Jón Dagur Þorsteinsson (Vendsyssel)
Andri Rúnar Bjarnason (Helsingborg)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner