Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Hjörvar vill VAR: Gummi Ben og nokkrir þverhausar á móti
Hjörvar Hafliðason vill fá VAR í enska boltann sem fyrst.
Hjörvar Hafliðason vill fá VAR í enska boltann sem fyrst.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil fá VAR inn sem fyrst," sagði sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason í Messunni á Stöð 2 Sport í gær þar sem farið var yfir leiki helgarinnar í enska boltanum.

Nokkur vafaatriði voru í 12. umferðinni um helgina og talsverð umræða er um að enska úrvalsdeildin verði að feta í sömu fótspor og aðrar stórar deildir í Evrópu og innleiða VAR, myndbandsdómarakerfi.

„Það eru nokkrir þverhausar á móti VAR. Guðmundur Benedktsson er einn þverhaus sem er á móti þessu og svo eru til einn eða tveir aðrir. Þetta þarf að koma í boltann helst strax í dag,"

Hjörvar viðurkenndi í þættinum að hann hefði sjálfur verið á móti VAR á sínum tíma. „Síðan sér maður að hlutirnir virka. Allir góðir menn eru tilbúnir að skipta um skoðun."

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis, var einnig í Messunni í gær og hann tók í sama streng og Hjörvar. „Ég skil ekki eftir hverju er verið að bíða. Þetta hlýtur að detta inn á einhverjum tímapunkti. Þetta gekk vel á HM. Ég skil ekki af hverju þessu er ekki hent í gang," sagði Ólafur Ingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner