mán 12. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Man City átti 44 sendingar í þriðja markinu gegn United
Gundogan skoraði markið.
Gundogan skoraði markið.
Mynd: Getty Images
Manchester City átti samtals 44 sendingar í röð áður en Ilkay Gundogan skoraði þriðja markið í 3-1 sigri á Manchester United í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Allir útileikmenn City komu við boltann en liðið náði að halda boltanum í 113 sekúndur áður en Gundogan skoraði.

„Þeir sendu andstæðinginn í svefn. Þriðja markið var sending, sending, sending og Matic sofnaði," sagði Graeme Souness sérfræðingur hjá Sky.

Smelltu hér til að sjá markið og sendingarnar 44

Hér að neðan má sjá mynd þar sem sendingarnar sjást en númer leikmanna City er inni á myndinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner