Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. nóvember 2018 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mark Hughes: Enska úrvalsdeildin ennþá á miðöldum
Mynd: Getty Images
Mark Hughes var afar ósáttur við dómarateymið sem dæmdi leik Southampton gegn Watford um helgina kallaði eftir því að myndbandstæknin, eða hið svokallaða VAR, yrði innleitt í enska boltann.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli þar sem Jose Holebas gerði jöfnunarmark gestanna frá Watford á 82. mínútu.

Heimamenn hefðu þó átt að vera tveimur mörkum yfir þegar gestirnir skoruðu vegna þess að fullkomlega löglegt mark var ekki dæmt gilt fyrr í leiknum.

„Við þurfum myndbandsdómgæslu. Ég og margir aðrir urðum hissa þegar það var tilkynnt að tæknin yrði ekki notuð á tímabilinu," sagði Hughes.

„Margar aðrar keppnir eru að nota þessa tækni og allar helstu íþróttir heims notast við einhverskonar myndbandstækni. Það er furðulegt að enska úrvalsdeildin, sem er með gífurlega mikið áhorf um allan heim, sé ennþá á miðöldum þegar það kemur að tækni."

Þá áttu gestirnir líklega að fá vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik þegar Ryan Bertrand virtist brjóta á Nathaniel Chalobah innan vítateigs. Bertrand var á gulu spjaldi fyrir en ekkert var dæmt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner