Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. nóvember 2018 21:14
Fótbolti.net
Mirror: West Ham að hætta við Nasri?
Samir Nasri er ekki í nógu góðu standi
Samir Nasri er ekki í nógu góðu standi
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United er alvarlega að íhuga að hætta við að fá Samir Nasri á frjálsri sölu. Þetta kemur fram í The Mirror í kvöld.

Nasri hefur verið án félags síðan í janúar en þá spilaði hann með Antalyaspor í Tyrklandi. Hann rifti samning sínum við félagið eftir aðeins átta leiki.

Í febrúar á þessu ári var hann svo dæmdur í bann fyrir að brjóta lyfjareglur WADA. Bannið gildir fram í janúar en þrátt fyrir það vildi enska úrvalsdeildarfélagið West Ham semja við hann.

Nasri fór í læknisskoðun í dag og á að fá 80 þúsund pund í vikulaun en West Ham gæti þó hætt við skiptin.

Líkamlegt ástand franska leikmannsins er ekki gott og er talið að hann geti ekki spilað fyrstu leikina sína í janúar en samningurinn er aðeins út tímabilið.

West Ham er ekki tilbúið til þess að fá enn einn ofurleikmanninn á lista sem getur ekki tekið þátt í leikjum liðsins. Andy Carroll, Jack Wilshere og Andryi Yarmolenko eru þegar á meiðslalista og væri ekki mikið vit í því að bæta við öðrum leikmanni á háum launum á þann lista.
Athugasemdir
banner
banner
banner