Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Tryllt fagnaðarlæti stuðningsmanna AIK
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Haukur Heiðar Hauksson kom afar lítið við sögu í liði AIK í sænska boltanum á tímabilinu en liðsfélagar hans áttu frábært sumar og tryggðu sér titilinn með 0-1 sigri gegn Kalmar í gær.

Stuðningsmenn félagsins trylltust þegar leikurinn var flautaður af enda var titilbaráttan gífurlega spennandi og réðst ekki fyrr en í lokaumferðinni. Guðmundur Þórarinsson og félagar í Norrköping enduðu í öðru sæti, tveimur stigum eftir AIK.

Robin Jansson var hetja AIK í leiknum og gerði sigurmarkið með skalla rétt fyrir leikhlé.

Þetta er í fyrsta sinn sem AIK vinnur sænsku deildina síðan 2009, en liðið endaði í öðru sæti síðustu tvö ár. Fyrir það hafði AIK einnig endað í öðru sæti 2011 og 2013. Þetta er sjötti meistaratitill liðsins, sem hefur þó endað 14 sinnum í 2. sæti.





Athugasemdir
banner