Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 08:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pep skammaði Sterling eftir sigurinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola rauk inn á völlinn til að skamma Raheem Sterling eftir 3-1 sigur Manchester City í borgarslagnum gegn Manchester United í gær.

Atvikið kom fréttamönnum á óvart og var Pep spurður út í hvað hafi verið í gangi að leikslokum.

„Þetta er bara ekki besta leiðin til að tryggja sigurinn því allt getur gerst í fótbolta. Hann var að gera einhverjar óþarfa gabbhreyfingar með fótunum sem hann hefði átt að sleppa, en hann er ungur og á eftir að bæta sig," svaraði Pep.

Pep var þá að tala um atvik sem gerðist undir lok leiksins þegar City var með boltann á vallarhelmingi United. Juan Mata var ekki sáttur með athæfi Sterling og gaf honum orð í eyra, skömmu áður en Pep gerði slíkt hið sama.

Sterling átti annars fínan leik og átti þátt í opnunarmarki City sem kom eftir ellefu mínútur af leiknum. Sigurinn fleytir City á topp ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Liverpool.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner