Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 21:45
Fótbolti.net
Rooney um kveðjuleikinn: Mikill heiður fyrir mig
Wayne Rooney spilar síðasta leik sinn fyrir enska landsliðið gegn Bandaríkjunum
Wayne Rooney spilar síðasta leik sinn fyrir enska landsliðið gegn Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, leikmaður D.C. United í MLS-deildinni, spilar 120. landsleik sinn fyrir enska landsliðið er það mætir Bandaríkjunum á fimmtudag.

Rooney var óvænt valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum en þetta verður síðasta landsleikurinn hans og í raun kveðjuleikur.

Valið var gagnrýnt af mörgum blaðamönnum á Englandi og fannst þeim ekki mikil fagmennska í því. Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, viðurkenndi að hann hefði ekki átt neinn þátt í þessu vali og virkaði þetta allt saman mjög einkennilegt.

Þrátt fyrir það er Rooney annar leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi og þá er hann markahæstur í sögu Englands. Hann er sjálfur mjög spenntur fyrir leiknum gegn Bandaríkjunum.

„Ég er ótrúlega spenntur að hitta hópinn á eftir. Þetta er ótrúlega mikill heiður fyrir mig eins og alltaf," sagði Rooney á Twitter.
Athugasemdir
banner
banner