mán 12. nóvember 2018 17:50
Magnús Már Einarsson
Sturridge ákærður - Braut reglur um veðmál
Í vondum málum.
Í vondum málum.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, hefur fengið ákæru frá knattspyrnusambandinu fyrir að hafa brotið reglur sem snúa að veðmálum.

Harðar reglur eru um veðmál hjá leikmönnum á Englandi og leikmenn mega ekki veðja á neina leiki meðan þeir eru atvinnumenn í fótbolta. Skiptir þá engu máli í hvaða deild leikirnir eru.

Joey Barton var meðal annars dæmdur í eins og hálfs árs keppnisbann vorið 2017 eftir að upp komst að hann hafði veðjað á yfir þúsund leiki á tíu ára tímabili.

Ekki kemur fram í ákærunni hversu marga leiki Sturridge er sakaður um að hafa veðjað á eða hvenær.

Sturridge fær tíma til 20. nóvember til að svara ákærunni en eftir það mun aganefnd enska knattspyrnusambandsins fara yfir málið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner