Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. nóvember 2018 22:45
Fótbolti.net
Sutton: Mourinho hagar sér eins og smábarn
Sutton segir Mourinho vera stórt barn
Sutton segir Mourinho vera stórt barn
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, hagar sér eins og smábarn. Þetta segir sparkspekingurinn Chris Sutton í viðtali við BBC Live.

Mourinho og lærisveinar hans töpuðu fyrir Manchester City um helgina, 3-1, í nágrannaslag.

Sutton sagði muninn á liðunum svakalegan en hann segir að United þurfi alvarlega að íhuga að skipta um stjóra til þess að ná árangri.

United er í áttunda sæti deildarinnar og hefur fengið á sig 21 mark í fyrstu tólf leikjunum.

„United var skólað til í þessum leik. Þetta var eins og að horfa á Manchester City gegn varaliðinu. Það er svakalegur gæðamunur á þessum liðum og það breytist ekki fyrr en United skiptir um stjóra," sagði Sutton.

„Það sem sjokkeraði mig hvað mest eru ummæli Mourinho eftir leikinn þar sem hann hagaði sér eins og smábarn. Hvenær linnir þessu?" sagði Sutton og spurði en hann vísar þar í ummæli Mourinho þar sem hann sagði City hafa fengið auðveldan undirbúning fyrir leikinn með tveimur vináttuleikjum. Hann er að tala um leikina gegn Southampton og Shakhtar Donetsk og féllu ummælin ekki í kramið hjá Sutton.
Athugasemdir
banner
banner
banner