Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 09:33
Magnús Már Einarsson
Man Utd vill Zaha - Fraser til Liverpool í janúar?
Powerade
Fer Zaha aftur til Manchester United?
Fer Zaha aftur til Manchester United?
Mynd: Getty Images
Ryan Fraser.
Ryan Fraser.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er heldur betur safaríkur í dag. Sjáum allt það helsta!



Manchester United ætlar að reyna að fá Wilfried Zaha (26) frá Crystal Palace á 70 milljónir punda næsta sumar. Zaha spilaði með United frá 2013 til 2015 áður en hann fór aftur til Palace. (Sun)

Liverpool er í viðræðum um að kaupa kantmanninn Ryan Fraser frá Bournemouth í janúar. (Talksport)

Tottenham er reiðbúið að greiða 50 milljónir punda fyrir Memphis Depay (25) kantmann Lyon en hann spilaði með Manchester United frá 2015 til 2017. (Mirror)

Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool, og Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, koma tl greina sem næsti þjálfari hjá Bayern Munchen. (Star)

Manchester City ætlar að eyða 100 milljónum punda í janúar til að reyna að ná Liverpool. (Mirror)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun klára eitt og hálft ár sem hann á eftir af samningi sínum. (Times)

Manchester United ætlar ekki að reyna að fá Zlatan Ibrahimovic (38) aftur frá Manchester United í janúar. (Sky Sports)

Bernd Leno (27) markvörður Arsenal er á óskalista Bayern Munchen en þýsku risarnir sjá hann sem arftaka Manuel Neuer (33). (Sun)

Borussia Dortmund vill ennþá fá Anthony Gordon (18) frá Everton. (Football Insider)

Unai Emery fær sex leiki til viðbótar til að sýna að hann sé rétti maðurinn til að stýra Arsenal. (Standard)

Matty Longstaff (19) miðjumaður Newcastle, mun skrifa undir nýjan samning á næstu vikum. Sean Longstaff (22) eldri bróðir hans fær ekki nýjan samning strax. (Telegraph)

Ayoze Perez (26) segist hafa hafnað Valencia til að ganga frekar í raðir Leicester frá Newcastle í sumar. (Mail)

Tottenham, Chelsea, Watford og Norwich vilja fá Habib DIallo (24) framherja Metz í sínar raðir í janúar. Diallo hefur skorað átta mörk í þrettán leikjum á tímabilinu. (Teamtalk)

West Ham er að íhuga að kaupa nýjan markvörð í janúar eftir frammistöðu Roberto (33) að undanförnu. Spánverjinn hefur fengið á sig þrettán mörk í sex leikjum og verið í basli en hann er í markinu í fjarveru Lukasz Fabianski sem er meiddur. (The Athletic)

Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, þarf að leysa deilur innan hópsins en ósætti er með varnarleik liðsins að undanförnu. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner