Fortuna Hjörring sigraði Breiðablik naumlega 0-1 á Kópavogsvelli fyrr í kvöld í fyrri leik liðanna í 16. liða úrslitum Evrópubikarsins. Aðspurð um frammistöðu síns liðs svaraði Lene Terp þjáfari Fortuna Hjörring,
„Í svona leikjum erum við bara stundum ánægð með að vinna og við náðum sigrinum þannig að við erum ánægð með það. Það er alltaf erfitt þegar maður mætir liði sem maður þekkir ekki, og undir aðeins erfiðari eða öðruvísi kringumstæðum en við erum vön. Þannig í þessu tilfelli erum við bara ánægð með sigurinn. En þetta er bara fyrri leikur af tveimur."
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 1 Fortuna Hjörring
„Ef ég væri virkilega ánægð, þá hefðum við verið aðeins betri í að tengja spil og kannski skorað eitt mark í viðbót. En í heildina er ég ánægð með bæði úrslitin og frammistöðuna."
Seinni leikur liðanna verður á heimvelli Fortuna Hjörring eftir viku ætlar Lene að breyta einhverju fyrir þann leik?
„Því ætla ég ekki að svara" svaraði hún og hló, ,,En ég get þó sagt að aðstæður verða aðeins aðrar, því við spilum á grasvelli og á þessum árstíma í Danmörku getur grasið verið svolítið drullugt. Það mun breyta leiknum því það þarf að spila á annan hátt. Þannig að svoleiðis verður það eftir viku."
„Við þekkjum nokkra leikmenn Breiðabliks og höfðum horft á þá, þannig að það var ekkert mjög óvænt. En það er alltaf munur á að horfa á myndbönd og svo standa sjálfur á hliðarlínunni. Ég held þetta hafi verið góður leikur, bæði lið fengu færi, og ég vona að áhorfendur hafi notið hans."
Fortuna Hjörring eins og áður segir fer með 0-1 stöðu út fyrir leikinn í næstu viku heldur Lene að það verði nóg?
„Ég vona það. Ég vona það."
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan






















