Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. desember 2018 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór: Skrýtið að vera svekktur eftir sigur á Real Madrid
Mynd: Getty Images
Arnór Sigurðsson var einn af bestu mönnum vallarins er CSKA Moskva lagði Real Madrid að velli á Santiago Bernabeu.

Arnór lagði fyrsta mark leiksins upp og skoraði það síðasta í 0-3 sigri. Hörður Björgvin Magnússon var einnig í liði CSKA og stóð sig vel í leiknum.

Arnór var kátur með frammistöðuna en svekktur með úrslitin því sigurinn nægði ekki til að tryggja liðinu þriðja sæti riðilsins og þar með sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

„Þetta er einn af stærstu vettvöngum knattspyrnunnar og að koma hingað og skora í sigri er auðvitað stórkostlegt," sagði Arnór.

„Því miður nægði það ekki til að komast í Evrópudeildina og þess vegna erum við svolítið svekktir. Það er skrýtið að vera svekktur eftir svona góðan sigur."




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner