Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 12. desember 2018 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir City og United: Rojo skúrkurinn
Mynd: Getty Images
Sky Sports gaf leikmönnum Manchester City og Hoffenheim einkunn eftir leik liðanna í kvöld. Manchester Evening News sá um einkunnagjöf Manchester United eftir 2-1 tap liðsins á útivelli gegn Valencia.

Fréttamaður Manchester Evening News var ekki að hlífa leikmönnum Rauðu djöflanna fyrir þeirra frammistöðu á Spáni og gaf engum byrjunarliðsmanni hærra en 5 í einkunn.

Marcos Rojo átti skelfilegan leik og fékk 2 í einkunn en Phil Jones, Fred og Romelu Lukaku þóttu ekki standa sig mikið betur.

Marcus Rashford kom af bekknum og gerði eina mark Man Utd í leiknum. Hann var besti maður liðsins og fékk 7 í einkunn.

Man City hafði betur í leiknum gegn Hoffenheim og var Leroy Sane maður leiksins enda skoraði hann bæði mörk heimamanna eftir að hafa lent undir.

Ederson átti góðan leik og var ungstirnið Phil Foden meðal bestu manna. Þá átti Raheem Sterling einnig góðan leik.

Manchester United: Romero (5), Valencia (5), Bailly (4), Jones (3), Rojo (2), Fellaini (4), Pogba (5), Fed (3), Mata (5), Pereira (4), Lukaku (3)
Varamenn: Young (6), Rashford (7), Lingard (6)

Manchester City: Ederson (8), Laporte (6), Stones (6), Otamendi (6), Zinchenko (6), Gundogan (6), Foden (8), Sane (9), Bernardo (7), Sterling (8), Jesus (6)
Varamenn: Walker (6), Delph (6), Kompany (6)

Hoffenheim: Baumann (8), Geiger (6), Nuhu (7), Hübner (6), Kaderabek (7), Grillitsch (6), Bittencourt (6), Schulz (6), Brenet (6), Kramaric (7), Joelinton (8)
Varamenn: Nelson (7), Amiri (6), Belfodli (6)
Athugasemdir
banner
banner