Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. desember 2018 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Real og CSKA: Arnór meðal bestu manna
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson áttu stórleik eins og allt lið CSKA Moskvu sem lagði Real Madrid að velli í Meistaradeildinni fyrr í kvöld.

Sigurinn nægði þó ekki til að koma liðinu í þriðja sæti riðilsins sem gefur þátttökurétt í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Arnór skoraði og lagði upp í leiknum og var Hörður öruggur í vörninni. Sky Sports gaf leikmönnum einkunn og valdi Fedor Chalov sem mann leiksins.

Aðeins tveir leikmenn Real Madrid fengu yfir 5 í einkunn, þeir Marco Asensio og ungstirnið Vinicius Junior.

Real Madrid: Courtois (5), Odriozola (5), Vallejo (5), Javi Sanchez (5), Marcelo (5), Isco (4), Llorente (4), Valverde (5), Vinicius Jr (6), Asensio (6), Benzema (5).
Varamenn: Carvajal (5), Kroos (5), Bale (5).

CSKA: Akinfeev (7), Fernandes (7), Nababkin (7), Becao (7), Hörður B. Magnússon (7), Schennikov (8), Vlasic (7), Bistrovic (7), Oblyakov (7), Chalov (8), Arnór Sigurðsson (8).
Athugasemdir
banner