Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. desember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefur trú á Bailly - Var heppinn að fá að vinna með honum
Eric Bailly var fyrsti leikmaðurinn sem Jose Mourinho keypti til Manchester United.
Eric Bailly var fyrsti leikmaðurinn sem Jose Mourinho keypti til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Marcelino, stjóri Valencia, hefur trú á því að Eric Bailly muni finna taktinn með Manchester United.

Bailly var fyrsti leikmaður sem Jose Mourinho keypti sumarið 2016. Bailly var keyptur frá Villarreal en eftir að hafa litið mjög vel út til að byrja með þá hefur hægst mjög á þróun hans.

Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá United meðal annars vegna meiðsla.

Bailly mun væntanlega byrja gegn Valencia í Meistaradeildinni í kvöld en stjóri Valencia var eitt sinn þjálfari Bailly hjá Villarreal. Hann hefur mikla trú á varnarmanninum.

„Ég var heppinn að fá að vinna með Eric. Hann er ótrúlegur leikmaður og ótrúleg manneskja," sagði Marcelino, stjóri Valencia, en þetta kemur fram hjá Mirror.

„Hann hefur átt erfitt með meiðsli og ég finn til með honum. Meiðslin hafa áhrif á frammistöðu hans. Ég veit að hann hefur verið að ganga í gegnum erfiðan tíma en ég held að hann eigi eftir að verða mikilvægur fyrir United."

„Hann spilar mjög vel fyrir United þegar hann spilar, en meiðslin hafa verið þess valdandi að hann fær ekki þá lukku sem hann á skilið," sagði Marcelinho.

Leikur Valencia og Manchester United hefst klukkan 20:00 í kvöld. Leikurinn er í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar; Man Utd er komið í 16-liða úrslit en Valencia fer í Evrópudeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner