mið 12. desember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Koscielny byrjar á morgun - Í liðinu um helgina?
Laurent Koscielny og Unai Emery ræða málin.
Laurent Koscielny og Unai Emery ræða málin.
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Laurent Koscielny mun spila sinn fyrsta leik síðan í maí þegar hann leikur með Arsenal gegn Qarabag í Evrópudeildinni á morgun.

Arsenal er nú þegar komið áfram og ungir leikmenn fá að spreyta sig á morgun auk þess sem Koscielny kemur til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla á hásin.

Arsenal mætir Southampton á sunnudag en þar eru varnarmennirnir Sokratis Papastathopoulos og Shkodran Mustafi í banni auk þess sem Konstantinos Mavropanos og Rob Holding eru á meiðslalistanum. Því er möguleiki á að Koscielny byrji líka þar ef vel gengur í leiknum á morgun.

„Við ákveðum þetta eftir leikinn á morgun því þetta er fyrsti leikurinn sem Laurent Koscielny spilar," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag.

„Við ætlum að skoða hvort hann geti spilað 90 mínútur í þessum leik. Við getum líka notað aðra leikmenn í þessari stöðu eins og Nacho Monreal eða Stephan Lichtsteiner. Við þurfum að vita hvernig Koscielny líður á morgun."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner