mið 12. desember 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Eitt laust sæti eftir
Verða það Memphis og félagar sem taka síðasta farseðilinn í 16-liða úrslitin?
Verða það Memphis og félagar sem taka síðasta farseðilinn í 16-liða úrslitin?
Mynd: Getty Images
Pogba verður í byrjunarliði Man Utd gegn Valencia.
Pogba verður í byrjunarliði Man Utd gegn Valencia.
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið lýkur í dag með átta leikjum.

Það eru tveir leikir rétt fyrir klukkan sex, nánar tiltekið 17:55. Þeir eru báðir í G-riðli. Íslendingalið CSKA Moskvu heimsækir Real Madrid á Santiago Bernabeu í beinni útsendingu. CSKA á ekki möguleika á því að komast áfram en liðið á möguleika á þriðja sætinu ef allt gengur upp í dag.

Real Madrid og Roma eru komin í 16-liða úrslit úr G-riðlinum.

Klukkan 20:00 eru svo hinir sex leikir dagsins. Aðalsjónvarpsleikurinn er á milli Manchester United og Valencia á Spáni. United er komið áfram eftir 1-0 dramatískan sigur á Young Boys í síðustu viku. Liðið þarf að vinna Valencia í kvöld og treysta á það að Young Boys steli stigi af Juventus til þess að vinna riðilinn. Valencia mun fara í Evrópudeildina.

Ajax og Bayern München mætast í athyglisverðum leik um efsta sætið í E-riðli. Ajax þarf að vinna leikinn. Benfica er komið í Evrópudeildina úr þeim riðli.

Eini riðilinn sem er enn í óvissu er F-riðillinn. Þar er Manchester City komið áfram en Shakhtar og Lyon mætast í úrslitaleik um annað sætið, síðasta sætið í 16-liða úrslitin. Shakhtar þarf að vinna leikinn til að komast áfram.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

E-riðill
20:00 Ajax - Bayern München (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Benfica - AEK Aþena

F-riðill
20:00 Shakhtar Donetsk - Lyon
20:00 Manchester City - Hoffenheim (Stöð 2 Sport 4)

G-riðill
17:55 Real Madrid - CSKA Moskva (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Viktoria Plzen - Roma

H-riðill
20:00 Young Boys - Juventus (Stöð 2 Sport 5)
20:00 Valencia - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner