banner
   mið 12. desember 2018 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Stórleikur Arnórs nægði ekki
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru partur af liði CSKA Moskvu sem lagði Real Madrid að velli á Santiago Bernabeu í kvöld.

Arnór átti stórleik þar sem hann lagði upp fyrsta mark leiksins og skoraði það síðasta í 0-3 sigri.

Sigurinn reyndist þó ekki nóg fyrir félagið til að komast í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, vegna þess að Viktoria Plzen lagði Roma að velli í Tékklandi.

Plzen og CSKA enda því jöfn á stigum og er CSKA með talsvert betri markatölu. Plzen hafði þó betur í innbyrðisviðureignum og nær því þriðja sætinu.

Real Madrid 0 - 3 CSKA
0-1 Fedor Chalov ('37 )
0-2 Georgi Schennikov ('43 )
0-3 Arnór Sigurðsson ('73 )

Plzen 2 - 1 Roma
1-0 Jan Kovarik ('62 )
1-1 Cengiz Under ('68 )
2-1 Tomas Chory ('72 )
Rautt spjald: Luca Pellegrini, Roma ('92)

G riðill:
1. Real Madrid 12 (+7)
2. Roma 9 (+3)
3. Plzen 7 (-9)
4. CSKA 7 (-1)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner