Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. desember 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Pascal Gross til Liverpool í janúar?
Powerade
Pascal Gross er orðaður við Liverpool.
Pascal Gross er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur áhuga á Rashford.
AC Milan hefur áhuga á Rashford.
Mynd: Getty Images
Það er rúmur hálfur mánuður í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik og ensku slúðurblöin eru með fullt af góðum kjaftasögum í dag.



AC Milan hefur sett Marcus Rashford (21) á óskalista sinn eftir að hafa mistekist að fá Zlatan Ibrahimovic (37). (Gazzetta dello Sport)

LA Galaxy ætlar að gera nýjan samning við Zlatan. (ESPN)

Vincent Kompany (32) varnarmaður Manchester City og belgíska landsliðsins er á óskalista Barcelona. (Sun)

Paul Pogba (25) er í áfalli yfir því að hafa ekki verið í byrjunarliði Manchester United í síðustu tveimur leikjum. (Guardian)

Fyrrum ráðgjafi Jose Mourinho segir að Manchester United hafi aldrei viljað fá Paul Pogba til félagsins. (The Sun)

Chelsea vill fá Elseid Hysaj (24) hægri bakvörð Napoli og albanska landsliðsins. (Calciomercato)

Manchester United hefur áhuga á Pablo (27) varnarsinnuðum miðjumanni Bordeaux. (Fox Sports)

Newcastle er tilbúið að reyna að fá gríska miðjumanninn Andreas Samaris (29) frá Benfica. (Mirror)

Fernadno Calero (23) varnarmaður Real Valladolid er á óskalista Arsenal. (Team Talk)

Tottenham vill fá Marco Asensio (22) frá Real Madrid. (Marca)

Pascal Gross (27) miðjumaður Brighton er á óskalista Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, fyrir janúar gluggann. Gross er hugsaður í sama hlutverk og Nabil Fekir var hugsaður hjá Liverpool áður en félagaskipti hans gengu ekki upp síðastliði sumar. (Mirror)

Chelsea er að skoða Denis Suarez (24) miðjumann Barcelona þar sem Cesc Fabreagas er á förum. (Mirror)

Leicester ætlar ekki að styrkja hópinn sinn í janúar. (Leicester Mercury)

Claude Puel, stjóri Leicester, ætlar að leyfa miðjumanninum Adrien Silva (29) að fara í janúar. (The Sun)

Vitor Pereira, stjóri Shanghai SIPG, gæti tekið við Reading. (Sky sports)

Franck Ribery er á förum frá Bayern Munchen næsta sumar. (Bild)

Marcelino, þjálfari Valencia, segir ólíklegt að félagið kaupi framherjann Michy Batshuayi (25) sem er í láni frá Chelsea. (FourFouTwo)

Crystal Palace ætlar að reyna að fá Jermain Defoe (36) á láni frá Bournemouth í janúar. (Sun)

Manchester United hefur áhuga á Marcus Tavernier (19) kantmanni Middlesbrough. (Mail)

Liverpool hefur hafnað lánstilboði frá Galatasaray í Divock Origi. Liverpool vill lána Origi í félag sem er nær Englandi. (ESPN)

Barcelona ætlar ekki að leyfa Ousmane Dembele (21) að fara nema fyrir riftunarverðið í samningi hans. Það hljóðar upp á 400 milljónir evra eða 362 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Portúgalska félagið Portimonense hefur hafnað 20 milljóna punda tilboði frá Wolves í japanska kantmanninn Shoya Nakajima. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner