Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. desember 2018 19:14
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Arnór lagði upp gegn Real
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson eru í byrjunarliði CSKA Moskvu sem er að spila mikilvægan leik á útivelli gegn Real Madrid í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sigur hjá CSKA getur komið liðinu í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, en Real Madrid og Roma eru þegar búin að tryggja sér efstu sæti riðilsins.

CSKA vann fyrri leikinn á heimavelli gegn Real en hefur gengið illa gegn öðrum andstæðingum og tapaði óvænt á heimavelli gegn Viktoria Plzen í síðustu umferð. Þess vegna þarf liðið sigur í dag.

Real tefldi fram hálfgerðu varaliði gegn CSKA enda öruggt á toppnum. Bæði lið fengu góð færi í fyrri hálfleik en gestirnir komust yfir með marki frá Fedor Chalov eftir laglegan undirbúning frá Arnóri Sigurðssyni.

Georgi Schennikov tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks og er CSKA tveimur mörkum yfir þegar hálftími er eftir af venjulegum leiktíma. Santiago Solari er þó búinn að skipta Gareth Bale og Toni Kroos inná í tilraun til að snúa stöðunni við.

Markið er hægt að sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner