Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. desember 2018 19:30
Magnús Már Einarsson
Tony Adams ráðinn forseti úrvalsdeildarinnar í rugby
Tony Adams.
Tony Adams.
Mynd: Getty Images
Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins, hefur ákveðið að skipta yfir í aðra íþrótt en hann hefur verið ráðinn forseti ensku úrvalsdeildarinnar í rugby frá og með næsta ári.

Adams tekur til starfa um áramótin en hann tekur við af Andy Burnham.

„Ég vil eiga minn þátt í að kynna þessu frábæru íþrótt," sagði Adams.

Hinn 52 ára gamli Adams hefur reynt fyrir sem knattspyrnustjóri og þjálfari eftir að skórnir fóru upp á hillu en með misjöfnum árangri.

Adams stýrði Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni 2008/2009 og þá tók hann nokkra mánuði sem þjálfari Granada í spænsku úrvalsdeildinni árið 2017.
Athugasemdir
banner