Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. desember 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Yaya Toure vill snúa aftur í ensku úrvalsdeildina
Aftur í enska boltann?
Aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Yaya Toure vonast til að finna nýtt félag í ensku úrvalsdeildinni eftir að samningi hans hjá gríska félaginu Olympiakos var rift í gær.

Hinn 35 ára gamli Toure fór frá Manchester City til Olympiakos í sumar.

Toure samdi um að fá greitt fyrir spilaða leiki og Olympiakos átti í erfiðleikum með að standa undir þeim greiðslum. Því var samningnum rift.

Sky Sports greinir frá því í dag að Toure hafi áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en hann ætlar að fljúga til London í vikunni og skoða sín mál.

Toure hefur nú þegar hafnað tilboðum frá Kína og Bandaríkjunum en hugur hans er á Englandi þar sem fjölskylda hans býr.
Athugasemdir
banner
banner
banner