Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Diogo Jota: Í fyrsta sinn sem þetta gerist
Diogo Jota skoraði þrennu á tæpum stundarfjórðungi.
Diogo Jota skoraði þrennu á tæpum stundarfjórðungi.
Mynd: Getty Images
Diogo Jota kom inn af bekknum og skoraði þrennu í 4-0 sigri Wolves gegn Besiktas í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Sigurinn var því miður ekki nóg til að hreppa toppsæti K-riðils en Úlfarnir komast engu að síður áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

„Allir á bekknum vilja koma inn og skipta sköpum. Sem betur fer tókst mér að gera það í dag. Ég er mjög ánægður með úrslitin," sagði Jota að leikslokum.

Jota kom inn á 56. mínútu og skoraði með sinni fyrstu snertingu á boltanum tveimur mínútum síðar.

„Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem þetta gerist fyrir mig! Svona er fótboltinn, þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við elskum þennan leik.

„Við erum að spila vel og ná góðum úrslitum. Okkar markmið var að komast upp úr riðlinum, núna tökum við einn leik í einu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner