Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 12:23
Elvar Geir Magnússon
Robertson: Allir óttast að mæta Liverpool
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Andy Robertson segir að allir óttist að mæta Liverpool í Meistaradeildinni. Dregið verður í 16-liða úrslit á mánudag.

„Þetta er andrúmsloft sem við höfum sjálfir skapað síðustu tvö ár, við erum lið sem hefur farið í úrslitaleikinn tvisvar og erum ríkjandi meistarar. Það er virðing borin fyrir okkur í þessari keppni," segir Robertson.

„Þegar við fórum í úrslitin 2018 fannst mér við ekki fá virðingu fyrr en eftir 16-liða úrslitin, þegar við sópuðum Porto í burtu. Nú höfum við virðingu og enginn vill mæta okkur."

Liverpool hefur átt frábært tímabil og er illviðráðanlegt.

„Við vitum að það verður erfitt (að fara í úrslitaleikinn) en þetta er spennandi áskorun. Við viljum fara alla leið," segir Roberson en Liverpool er með átta stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni.

Um síðustu helgi vann liðið 3-0 sigur gegn Bournemouth.

„Leikurinn síðasta laugardag var sá leikur á tímabilinu þar sem við höfum haft mesta stjórn. Bournemouth náði ekki að ráða við okkur og við stýrðum leiknum algjörlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner