Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Þessi lið geta mæst í Evrópudeildinni
Arsenal tapaði úrslitaleiknum gegn Chelsea á síðustu leiktíð.
Arsenal tapaði úrslitaleiknum gegn Chelsea á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Solskjær er hungraður í titil.
Solskjær er hungraður í titil.
Mynd: Getty Images
Dregið verður í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar á mánudaginn og gætu stórleikir litið dagsins ljós, enda nokkur sterk lið sem mæta til leiks beint úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem þau enduðu í þriðja sæti.

Þrjú ensk lið eru í keppninni, Arsenal, Manchester United og Wolves. Fyrrnefndu félögin eru í fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn en Úlfarnir eru í öðrum styrkleikaflokki.

Lið sem voru saman í riðli geta ekki dregist gegn hvoru öðru og þá geta lið frá sama landi heldur ekki mæst í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar.

Það eru ýmis sterk lið í flokki 2 og má þar helst nefna Eintracht Frankfurt, Bayer Leverkusen, Wolfsburg, Roma og Shakhtar Donetsk auk Úlfanna.

Í flokki 1 leynast lið á borð við Ajax, Inter, Porto, Salzburg og Sevilla auk Arsenal og Man Utd.

Styrkleikaflokkur 1:
Ajax (Holland)
Arsenal (England)
Basel (Sviss)
Benfica (Portúgal)
Braga (Portúgal)
Celtic (Skotland)
Espanyol (Spánn)
Gent (Belgía)
Inter (Ítalía)
Basaksehir (Tyrkland)
LASK Linz (Austurríki)
Malmö (Svíþjóð)
Man Utd (England)
Porto (Portúgal)
RB Salzburg (Austurríki)
Sevilla (Spánn)

Styrkleikaflokkur 2:
APOEL Nicosia (Kýpur)
AZ Alkmaar (Holland)
Club Brugge (Belgía)
CFR Cluj (Rúmenía)
Kaupmannahöfn (Danmörk)
Eintracht Frankfurt (Þýskaland)
Getafe (Spánn)
Bayer Leverkusen (Þýskaland)
Ludogorets (Búlgaría)
Olympiakos (Grikkland)
Rangers (Skotland)
AS Roma (Ítalía)
Shakhtar Donetsk (Úkraína)
Sporting CP (Portúgal)
Wolfsburg (Þýskaland)
Wolves (England)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner