Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 12. desember 2024 22:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou: Mikilvægt stig fyrir okkur
Mynd: EPA
Tottenham hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum eftir jafntefli gegn Rangers í Evrópudeildinni í kvöld.

Liðið féll úr topp átta sætunum sem fara beint í 16-liða úrslitin eftir leikinn í kvöld.

Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var ánægður með stigið.

„Þetta var erfiður leikur eins og búast mátti við miðað við andrúmsloftið á vellinum. Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð jafn, engin dauðafæri," sagði Postecoglou.

„Þegar þeir skora strax í upphafi seinni hálfleiks fer orkustigið upp og það verður erfitt að klóra sér til baka en mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Varamennirnir gerðu gæfumuninn og við skoruðum gott mark. Áttum góð augnablik og frábær markvarsla hjá Fraser Forster í lokin. Miðað við hvar við erum í Evrópu þá er þetta mikilvægt stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner