Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 13. janúar 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Ágúst spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Bröndby
Mynd: Twitter - Total football
Hinn 17 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson spilaði í dag sinn fyrsta leik með aðalliði Bröndby. Ágúst gekk til liðs við félagið frá Norwich á Englandi síðasta haust.

Ágúst var í byrjunarliðinu í 4-1 sigri á FC Roskilde í æfingaleik.

Ágúst hefur byrjað af krafti hjá Bröndby og verið lykilmaður í U19 ára liði félagsins. Hann hefur æft með aðalliði félagsins reglulega frá því hann kom.
Athugasemdir
banner
banner
banner