lau 13. janúar 2018 07:00 |
|
Saga Heimsmeistaramótsins - HM á Englandi 1966
Mark eđa ekki mark?
HM 1966 var eitt fyrsta íţróttamót heims međ lukkudýr. Lukkuljóniđ fćr sér hér te međ leikmönnum V-Ţýskalands.
Í tilefni ţess ađ runniđ er upp áriđ 2018, áriđ ţar sem 21. Heimsmeistaramótiđ í fótbolta fer fram í Rússlandi, rifjar Fótbolti.net upp liđin mót. Leikmennirnir, sigurvegararnir, heimalandiđ, eftirminnilegir atburđir og fleira í brennidepli.
Fótbolti.net mun ađ sjálfsögđu fjalla ítarlega um HM í sumar en opnunarleikurinn verđur 14. júní. Ísland tekur í fyrsta sinn ţátt og er í riđli međ Argentínu, Nígeríu og Króatíu.
Fótbolti.net mun ađ sjálfsögđu fjalla ítarlega um HM í sumar en opnunarleikurinn verđur 14. júní. Ísland tekur í fyrsta sinn ţátt og er í riđli međ Argentínu, Nígeríu og Króatíu.
HM á Englandi 1966
Ţegar HM fór fram á Englandi var keppnin ađ ţróast í ţá átt sem hún er orđin í dag. Fjölmiđlaumfjöllun var orđin miklu meiri og augu heimsbyggđarinnar beindust ađ Englandi. Margar stjörnur fćddust á mótinu, ţar á međal Portúgalinn Eusebio og V-Ţjóđverjinn ungi Franz Beckenbauer.
Fótboltamenn í Norđur-Kóreu kallađir í herinn
Afríkuţjóđirnar ákváđu ađ sniđganga mótiđ í mótmćlaskyni vegna ákvörđunar FIFA um ađ ţćr ţyrftu ađ leika umspilsleiki viđ Asíuţjóđir um sćti á mótinu. Tvćr ţjóđir tóku ţátt í mótinu í fyrsta sinn, önnur ţeirra er Norđur-Kórea sem lét heldur betur til sín taka.
Norđur-Kóreumenn kölluđu 40 bestu fótboltamenn sína upp í herinn fyrir mótiđ ţar sem undirbúningur fór fram. 22 leikmenn voru valdir í lokahópinn, bara ógiftir bindindismenn. Međalhćđ leikmanna liđsins var 1,65 m.
Norđur-Kórea kom svo sannarlega á óvart á mótinu. Liđiđ vann einn frćknasta sigur í sögu HM ţegar Ítalía lá í valnum 1-0. Norđur-Kórea komst í 8-liđa úrslitin, eitthvađ sem enginn bjóst viđ. Ţar komst liđiđ ţremur mörkum yfir gegn Portúgal áđur en Eusebio tók til sinna ráđa, skorađi fjögur mörk og Portúgal vann 5-3.
Dauđanóttin á Ítalíu
Eftir tapiđ skammarlega gegn Norđur-Kóreu var komiđ ađ ítalska liđinu ađ halda heim. Lent var í Genoa ađ nćturlagi og hafđi mannfjöldi safnast saman á flugvellinum til aţess ađ kasta úldnum ávöxtum í leikmenn. Heimkoman hefur veriđ kölluđ „Dauđanóttin" á Ítalíu.
Brasilía komst heldur ekki upp úr sínum riđli. Ţjálfarinn Vicente Feola varđ ţjóđhetja ţegar hann gerđi Brasilíu ađ meisturum 1958 en breyttist skyndilega í skúrk. Hann fór á taugum eftir tap gegn Ungverjalandi á mótinu og gjörbreytti öllu liđinu. Brasilía lá fyrir Portúgal og sat eftir í riđlinum. Feola gat ekki látiđ sjá sig í Brasilíu í einhverja mánuđi eftir mótiđ.
Pele sagđi eftir mótiđ ađ ţetta hefđi veriđ hans síđasta HM. Hann var ósáttur viđ ađ andstćđingar kćmust upp međ ađ brjóta á sér trekk í trekk. Í tapleiknum gegn Portúgal haltrađi Pele um allan völl.
Pissađi fyrir framan klefa Englands
„England verđur heimsmeistari," sagđi Alf Ramsey ţegar hann tók viđ enska landsliđinu. England mćtti Argentínu í 8-liđa úrslitum og vann ţar 1-0 sigur í leik ţar sem allt var á suđupunkti. Antonio Rattín, fyrirliđi Argentínu, var rekinn af velli eftir hálftíma leik en neitađi ađ fara af velli. Ţađ tók ellefu mínútur ađ koma honum inn í klefa og lögregluađstođ ţurfti til. Eftir leik pissađi leikmađur Argentínu fyrir framan búningsklefa Englands og Ramsey sagđi í viđtali ađ Argentínumenn vćru villidýr.
England vann Portúgal í undanúrslitum ţar sem Bobby Charlton var hetjan og skorađi bćđi mörk Englendinga í 2-1 sigri. Portúgal komst nálćgt ţví ađ jafna í lokin en Gordon Banks varđi meistaralega og Eusebio gekk grátandi af velli.
Vestu-Ţjóđverjar unnu Sovétmenn í undanúrslitum 2-1. Beckenbauer skorađi magnađ mark í leiknum međ ţrumuskoti af 25 metra fćri. Lukkan var ekki međ Sovétmönnum í liđi, ţeir luku leik níu eftir brottvísun og meiđsli.
Úrslitaleikur: England 4 - 2 Ţýskaland (eftir framlengingu)
0-1 Helmut Haller ('12)
1-1 Geoff Hurst ('18)
2-1 Martin Peters ('78)
2-2 Wolfgang Weber ('89)
3-2 Geoff Hurst ('101)
4-2 Geoff Hurst ('120)
Heimamenn unnu sigur í einum sögulegasta og skemmtilegasta úrslitaleik sem fram hefur fariđ. Ţjóđverjar jöfnuđu í 2-2 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma og framlengja ţurfti leikinn.
Geoff Hurst skorađi ţá mark sem enn er deilt um í dag. Skot hans fór í slá og niđur, dómarinn dćmdi ekki mark en ţađ gerđi línuvörđurinn. Upptökur af markinu hafa svo leitt í ljós ađ ţađ hefđi ađ öllum líkindum ekki átt ađ standa. Nokkrir leikmenn Englands sögđu í viđtölum eftir mótiđ ađ boltinn hefđi ekki fariđ inn.
Ţjóđverjar lögđu allt í ađ reyna ađ jafna leikinn eftir markiđ umdeilda en Hurst refsađi og innsiglađi sigur Englands og ţrennu sína í leiknum. Hann varđ ţar međ fyrstur til ađ skora ţrennu í úrslitaleik HM. Eftir mótiđ sló Elísabet Engladsdrottning Ramsey ţjálfara til riddara.
Leikmađurinn: Bobby Charlton
Miđjumađurinn Bobby Charlton hjá Manchester United var valinn mađur mótsins ţó hann hafi lítiđ látiđ fyrir sér fara í úrslitaleiknum. Hann og Beckenbauer áttust viđ í ţeim leik og „núlluđu" hvorn annan út. Ţessi mikla gođsögn er 76 ára í dag og lék 106 landsleiki fyrir England ţar sem hann skorađi 49 mörk.
Markakóngurinn: Eusebio
Talinn einn besti leikmađur sögunnar. Eusebio skorađi níu mörk á HM 1966 fyrir Portúgal sem hafnađi í ţriđja sćtinu. Ţetta reyndist eina Heimsmeistaramótiđ sem hann tók ţátt í. Ţegar kom ađ ţví ađ kjósa um besta leikmann heims 1966, Ballon d'Or gullknöttinn, lenti Eusebio einu stigi á eftir Bobby Charlton. Portúgalskur blađamađur setti Charlton númer eitt á sínum lista og fékk hann aldrei viđtal viđ Eusebio eftir ţetta.
Leikvangurinn: Wembley
Leikiđ var í átta borgum á Englandi en úrslitaleikurinn var ađ sjálfsögđu á gamla Wembley. Pele hefur sagt völlinn vera kirkju fótboltans í heiminum. Leikur Úrúgvć og Frakklands í riđlakeppninni gat ţó ekki fariđ fram á Wembley ţar sem búiđ var ađ leigja völlinn út fyrir hundaveđhlaup. Sá leikur var ţví fćrđur á White City Stadium.
Sjá einnig:
HM í Úrúgvć 1930
HM á Ítalíu 1934
HM í Frakklandi 1938
HM í Brasilíu 1950
HM í Sviss 1954
HM í Svíţjóđ 1958
HM í Síle 1962
Svipmyndir frá úrslitaleiknum:
Heimild: Bókin 60 ára saga HM í knattspyrnu eftir Sigmund Ó. Steinarsson og ýmsar vefsíđur
Athugasemdir