Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 13. janúar 2018 18:39
Ingólfur Stefánsson
Harry Kane búinn að bæta markamet Sheringham
Magnaður
Magnaður
Mynd: Getty Images
Tottenham og Everton eigast við í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu. Staðan er 2-0 fyrir Tottenham. Son kom Tottenham yfir í fyrri hálfleik og það var svo Harry Kane sem kom þeim í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks.

Kane bætti svo við öðru marki sínu á 59. mínútu leiksins.

Þetta var mark númer 98 hjá Harry Kane í ensku úrvalsdeildinni fyrir Tottenham. Hann er nú markahæsti leikmaður Tottenham í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Teddy Sheringham var áður markahæstur með 97 mörk.

Kane er í frábæru formi og hefur nú skorað 20 mörk í deildinni á þessu tímabili. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í desember. Þetta var í sjötta skipti sem hann fær þau verðlaun og jafnaði með því met Steven Gerrard.

Ótrúlegur árangur hjá þessum magnaða framherja sem er enn einungis 24. ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner