Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 13. janúar 2018 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael Anderson: Svekktur með eigin frammistöðu
,,Hjarta mitt er íslenskt"
Icelandair
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
„Þetta var mjög sérstakur leikur. Ég var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti, minn fyrsti landsleikur. Ég var svekktur með eigin frammistöðu, ég gat gert aðeins meira en svona er fyrsti leikurinn stundum; menn eru aðeins stressaðir og vilja stundum sýna of mikið," sagði hinn efnilegi Mikael Anderson um sinn fyrsta A-landsleik fyrir hönd Íslands.

Mikael var í byrjunarliðinu þegar Ísland burstaði Indónesíu 6-0 í vináttulandsleik á fimmtudag

„Við unnum 6-0 og það er það mikilvægasta í svona leikjum. VIð spiluðum ekki það vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik kláruðum við þá og gerðum það vel."

Aðstæðurnar í leiknum á fimmtudag voru mjög erfiðar. Það voru pollar út um allan völl sem gerðu leikmönnum erfitt fyrir og gera þurfti hlé á leiknum þegar þrumur og eldingar voru í grendinni við leikstað. Leikurinn var þó kláraður.

„Þegar við komum út í seinni hálfleik var ekki hægt að spila fótbolta lengur," sagði Mikael.

Mikael hefur búið í Danmörku frá 11 ára aldri og hann á að baki leiki með U18 og U19 ára landsliðum Dana.

Móðir Mikaels er frá Íslandi en faðir hans er frá Jamaíka. Hann ákvað á síðasta ári að spila frekar með íslenska U21 landsliðinu heldur en því danska. Hann segir það gríðarlega mikinn heiður að fá tækifæri með íslenska A-landsliðinu.

„Þetta er mikill heiður. Þetta er mjög stórt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég er stoltur af þessu."

Sjá einnig:
Hver er Mikael Anderson sem byrjar hjá Íslandi?

„Ég er búinn að búa í Danmörku frá níu ára aldri. Ég er búinn að spila með unglingalandsliðum Danmerkur en hjarta mitt sagði mér að fara heim til Íslands. Hjarta mitt er íslenskt."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner