Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. janúar 2018 12:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hættur að rífast við Conte: Ég særði hann
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er hættur að skjóta á kollega sinn hjá Chelsea, Antonio Conte.

Þeir hafa verið að skiptast á að skjóta á hvorn annan á fréttamannafundum að undanförnu. Einhverjir telja Mourinho hafa farið yfir strikið þegar hann sagðist aldrei hafa verið dæmdur í bann fyrir leikjahagræðingu.

Þar vísaði hann til þess þegar Conte var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir hagræðingu úrslita en var síðan í kjölfarið hreinsaður af allri sök í málinu.

Eftir þau ummæli sagði Conte að Mourninho væri „lítill maður" og að hann myndi ekki gleyma því sem sagt hefur verið.

Nú hefur Mourinho grafið stríðsöxina.

„Þegar hann móðgaði mig í fyrsta sinn þá svaraði ég og særði hann," sagði Mourinho.

„Svo móðgaði hann mig aftur en núna breyti ég til. Þetta er búið, þessari sögu er lokið."
Athugasemdir
banner
banner