Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 13. janúar 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ben Foster kemur De Gea til varnar
Ben Foster.
Ben Foster.
Mynd: Getty Images
Ben Foster, markvörður Watford, ákvað að koma kollega sínum hjá Manchester United, David de Gea, til varnar eftir leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

De Gea var magnaður í marki United og lokaði markinu gjörsamlega í seinni hálfleik. De Gea varði 11 skot, en hann hefur aldrei varið eins mörg skot í einum leik án þess að fá á sig mark.

Foster tók eftir fólki segja að skotin hefðu flest farið beint á De Gea. Það var hann ekki sáttur með.

„Ég sé að það er mikið af fólki að segja að öll skotin hafi komið beint á De Gea, takið það með inn í jöfnuna að maðurinn hefur ótrúlegt vit að vita hvar hann á að vera á réttum tíma. Þú getur ekki kennt það," sagði Foster.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner