Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. janúar 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blaszczykoswki fer til Póllands og spilar launalaust
Jakub Blaszczykoswki á 104 landsleiki fyrir Pólland.
Jakub Blaszczykoswki á 104 landsleiki fyrir Pólland.
Mynd: Getty Images
Hinn 33 ára gamli Jakub Blaszczykoswki er að ganga í raðir Wisla Krakow í Póllandi.

Það eru kannski ekki stórar fréttir í sjálfu sér, en það sem athyglisvert er að Kuba, eins og hann er gjarnan kallaður, mun ganga í raðir félagsins án þess að þiggja laun.

Wisla Krakow er í miklum fjárhagsvandræðum og ætlar Kuba að hjálpa félaginu með því að spila launalaust. Kuba hefur líka gefið mikið af sínum eigin peningi til að hjálpa félaginu.

Samkvæmt heimasíðu þýsku úrvalsdeildarinnar er Kuba búinn að gefa félaginu 300 þúsund evrur.

Kuba spilaði með Wisla Krakow frá 2004 til 2007 og varð deildarmeistari með liðinu 2005. Hann fór þaðan til Þýskalands þar sem hann varð meistari með Borussia Dortmund 2011 og 2012. Hann fór frá Dortmund 2016 og gekk í raðir Wolfsburg, en hann er núna á leiðinni aftur til Póllands.

Dortmund, fyrrum félag Kuba, tístaði um verknaðinn. „Öll okkar virðing fer til Kuba," segir í tístinu sem má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner