Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. janúar 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cutrone eftirsóttur á Spáni og Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Patrick Cutrone segir að spænsk og þýsk félög séu á eftir ungstirninu sem gerði 10 mörk í 28 deildarleikjum fyrir Milan á síðasta tímabili.

Cutrone hefur ekki verið jafn iðinn við markaskorun á þessu tímabili og er kominn með átta mörk í öllum keppnum en aðeins þrjú í deildinni.

„Hann er einn af bestu ungu leikmönnum Ítalíu og eina ástæðan fyrir því að hann er ekki að spila fyrir A-landsliðið er að U21 liðið þarfnast hann á komandi Evrópumóti," sagði umboðsmaðurinn Donato Orgnoni.

„ það eru nokkur félög á Spáni og eitt í Þýskalandi sem hafa áhuga á Patrick en hann vill halda áfram að gera vel fyrir Milan. Hann nýtur þess að starfa með Gonzalo Higuain og hefur lært mikið af honum."

Cutrone er nýorðinn 21 árs gamall og á einn A-landsleik að baki fyrir Ítalíu. Hann hefur gert 31 mörk í 67 leikjum fyrir yngri landsliðin og 27 í 70 leikjum fyrir Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner