Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. janúar 2019 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne rauk inn í klefa eftir skiptinguna
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne skoraði fyrsta mark leiksins er Manchester City valtaði yfir Burton Albion í undanúrslitum enska deildabikarsins.

De Bruyne, sem var besti leikmaður Man City á síðasta tímabili, skaddaði krossbönd í báðum hnjám og var frá vegna meiðsla í nokkra mánuði fyrir áramót. Nú er hann búinn að ná sér aftur og virðist eitthvað ósáttur með spilatímann sem hann fær.

Belganum var skipt af velli á 58. mínútu í sigrinum gegn Burton og strunsaði hann beina leið inn í klefa, sem er bannað samkvæmt reglum Man City. Leikmenn sem fara ómeiddir af velli verða að klára leikinn á bekknum.

„Ég vissi ekki að hann hafi verið í klefanum," sagði Pep Guardiola eftir sigurinn.

De Bruyne vonast til að vera í byrjunarliði City gegn Wolves annað kvöld. Það væri hans annar byrjunarliðsleikur í úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner