Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. janúar 2019 16:38
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Everton og Bournemouth: Digne bestur
Mynd: Getty Images
Varnarmennirnir Kurt Zouma og Lucas Digne voru bestu menn vallarins er Everton hafði betur gegn Bournemouth í enska boltanum í dag.

Digne átti frábæran leik í stöðu vinstri bakvarðar og var valinn maður leiksins af Sky Sports sem gaf Zouma þó sömu einkunn.

Zouma skoraði fyrsta mark leiksins eftir góða fyrirgjöf frá Digne og gerðu þeir vel að halda markinu hreinu.

Frammistaða Gylfa Þórs Sigurðssonar var í meðallagi. Hann skapaði nokkur góð færi en Richarlison og Bernard tókst ekki að nýta þau.

Enginn í liði Bournemouth þótti skara framúr með frammistöðu sinni og fengu allir leikmenn liðsins ýmist 5 eða 6 í einkunn.

Bæði lið eru um miðja deild en Everton er nú komið þremur stigum yfir Bournemouth.

Everton: Pickford (6), Coleman (6), Zouma (8), Keane (7), Digne (8), Gueye (7), Gomes (5), Sigurdsson (6), Lookman (7), Bernard (6), Richarlison (6)
Varamenn: Walcott (5), Mina (5), Calvert-Lewin (6)

Bournemouth: Begovic (5), Smith (5), Cook (5), Ake (6), Clyne (6), Gosling (6), Lerma (5), Brooks (6), Fraser (5), Stanislas (5), King (5)
Varamenn: Mousset (5), Ibe (5)
Athugasemdir
banner
banner