Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. janúar 2019 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: De Gea hetja Man Utd gegn Tottenham
Sigurgangan heldur áfram hjá United undir stjórn Solskjær
De Gea átti sannkallaðan stórleik.
De Gea átti sannkallaðan stórleik.
Mynd: Getty Images
Rashford skoraði sigurmarkið.
Rashford skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Tottenham 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('44 )

„Við gætum notað hann í handboltalandsliðinu," sagði Guðmundur Benediktsson er hann lýsti leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann var þarna að tala um David de Gea, markvörð Manchester United, en United á honum mikið að þakka eftir 1-0 sigur á Tottenham á Wembley.

Fyrri hálfleikurinn var kaflaskiptur, liðin skiptust á að sækja. Harry Kane skoraði fyrir Tottenham, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks kom fyrsta markið og var þar að verki Marcus Rashford fyrir Man Utd. Rashford kláraði listavel eftir magnaða sendingu frá Paul Pogba. Rashford og Pogba verið mjög öflugir að undanförnu.


Í seinni hálfleik féll United aftar á völlinn og sótti Tottenham mikið. En það er hægara sagt en gert að skora fram hjá David de Gea þegar hann er í stuði. De Gea gjörsamlega lokaði markinu og Tottenham fann enga leið fram hjá honum.

De Gea varði oft á tíðum frábærlega og það er honum að þakka að United vann leikinn. Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum og lokatölur því 1-0 fyrir United.


Frábær sigur fyrir United sem hefur unnið sex leiki, þar af fimm leiki í ensku úrvalsdeildinni, í röð. Allir sigurleikirnir hafa komið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, sem ætlar sér stjórastarfið til frambúðar. Hann var ráðinn út tímabilið eftir að Jose Mourinho var rekinn.

United er komið upp að hlið Arsenal í fimmta til sjötta sæti deildarinnar. Rauðu djöflarnir eru sex stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti. Tottenham er áfram í þriðja sæti, níu stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner