banner
   sun 13. janúar 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Alvöru áskorun fyrir Solskjær
Mynd: Getty Images
Það er afar spennandi sunnudagur framundan í enska boltanum þó það séu ekki nema tveir leikir á dagskrá.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga fyrri leik dagsins, á heimavelli gegn Bournemouth. Liðin eru jöfn á stigum um miðja deild og þurfa stig eftir arfaslakt gengi undanfarnar vikur.

Í öðrum leik dagsins tekur Tottenham á móti lærisveinum Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United sem hafa unnið alla fimm leiki sína undir hans stjórn.

Mikil eftirvænting ríkir fyrir heimaleikinn gegn Rauðu djöflunum þar sem bæði lið geta komist upp um sæti með sigri.

Tottenham getur hoppað yfir Manchester City og í annað sæti deildarinnar á meðan Man Utd getur jafnað Arsenal í fimmta sæti.

Báðir leikir verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Leikir dagsins:
14:15 Everton - Bournemouth (Stöð 2 Sport)
16:30 Tottenham - Man Utd (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner